Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
Ömurleg tilraun til að klóra yfir skítinn
27.3.2009 | 14:58
Eftir að fréttirnar bárust í gær um tillögu til að setja á eignarskatt, logaði allt í netheimunum, Steingrímur hefur líklega séð línuritið falla niður fyrir borðið, eðlilega..
En það sem gleymist stundum að spá í, í þessari "hátekju" umræðu allri, er að sá sem er með feita launaseðilinn getur verið með verri skuldastöðu en sá sem er með þann þunna.
Af hverju á að taka mið þegar talað er um hátekjufólk? Ætla þeir að fara í bókhald heimilana og skoða hvernig staðan er hjá hverjum og einum?
Ég vil taka það fram strax að ég flokkast ekki sem hátekjumanneskja, en við höfum nóg fyrir okkur.
![]() |
Komið að skuldadögunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)